Komum á ströndina.

P8150065Hvað sem má segja um pólitík í Hafnarfirði hefur lengi verið mikil ánægja ríkjandi í bænum með íþrótta og æskulýðsmál. Hér eru styrkveitingar til íþróttaiðkana fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Við höfum 4 góð íþróttahús og 3 almennings sundlaugar.

Sir David Attenborough sagði í viðtali að Íslendingar hafi sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni að geta lifað hér góðu lífi á köldu landi sem væri bara berangur. Eitt af því sem mest hefur stuðlað að auknu heilbrigði og velsæld er góður aðgangur almennings að ódýru heitu vatni til húshitunar og til almenningslauga. 

Víða í heiminum hafa menn ráðist af stórhug í framkvæmdir eins og kirkjubyggingar sem jafnvel hefur tekið aldir að reisa og á nútímamælikvarða ekki spurning að fénu hefði verið betur varið við uppbyggingu spítala og skóla. Hér á landi eru örfáar byggingar sem kalla má stórbyggingar. Flest okkar stóru hús hafa þann tilgang að þjóna sem flestum, byggingar eins og skólar, spítalar, íþróttahús og sundlaugar.

Ég er stolt af því að Hafnfirðingar lögðu í að byggja Ásvallarlaug sem opnaði síðastliðið haust með  50 metra innisundlaug, auk 16,7 metra volgri grunnri laug, 10 metra heitri vaðlaug með leiktækjum, 3 heitum pottum, eimbaði og rennibraut.

Þó svona stutt sé síðan laugin opnaði blómstrar með þessari laug ný sundlaugamenning. Veðrið setur ekki strik í reikninginn því allt er innandyra. Fyrsta flokks æfingaaðstaða fyrir sundfélagið, í laugina mæta heilu fjölskyldurnar saman því þar er eitthvað í boði fyrir alla. Stundum er net strengt yfir grunnu laugina og öll fjölskyldan getur tekið þátt í blaki og á kvöldin má sjá hóp af krökkum á framhaldsskólaaldri sem koma til að sýna sig og sjá aðra. Hreyfing og samvera í boði bæjarins, næstum frítt. 


mbl.is Laugin kostar 1,8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband