Heitur pottur með músík og snjóbolta

PC190154PC190138Ég fór í sundlaugina mína, Suðurbæjarlaug um kl. 6  í dag eftir vinnu. Jólastemningin í algleymi, grenitré skreytt með jólaljósum og jólasnjó við bakkann. Byrjaði á heita pottinum og þar var stemning. Um laugarsvæðið barst Grýlutónlist: Ég reyni að fríka út en ég meika það ekki því hann er svo meiriháttar. Kíkti inn í innilaugarsvæðið og þar voru kertaljós og Margrét Guðrúnardóttir lék fyrir sundgesti á skemmtara og söng, opið út svo allir gátu notið.  Ekki er hægt að dvelja langdvölum í heitum potti svo ég tók sundið aðra hvora ferð með eyrun uppúr til að njóta tónlistarinnar. Fjör færðist í leikinn: Give me one reson to stay here... sundlaugaverðirnir tóku sporið í dyrunum og fólkið í heitaPC190158 PC190159pottinum stóð og klappaði. Einum gesti var orðið heitt í hamsi og hann dreif sig upp á bakkann, hnoðaði snjóbolta og kastaði til félaga síns í pottinum og hnoðaði sér einn góðann sjálfur. Gott ráð að gæða sér á snjó í heitum potti, það segir sig sjálft. Ég varð að prufa þetta líka og fékk að taka mynd. Skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband