22.2.2009 | 23:39
Komum á ströndina.
Hvað sem má segja um pólitík í Hafnarfirði hefur lengi verið mikil ánægja ríkjandi í bænum með íþrótta og æskulýðsmál. Hér eru styrkveitingar til íþróttaiðkana fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Við höfum 4 góð íþróttahús og 3 almennings sundlaugar.
Sir David Attenborough sagði í viðtali að Íslendingar hafi sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni að geta lifað hér góðu lífi á köldu landi sem væri bara berangur. Eitt af því sem mest hefur stuðlað að auknu heilbrigði og velsæld er góður aðgangur almennings að ódýru heitu vatni til húshitunar og til almenningslauga.
Víða í heiminum hafa menn ráðist af stórhug í framkvæmdir eins og kirkjubyggingar sem jafnvel hefur tekið aldir að reisa og á nútímamælikvarða ekki spurning að fénu hefði verið betur varið við uppbyggingu spítala og skóla. Hér á landi eru örfáar byggingar sem kalla má stórbyggingar. Flest okkar stóru hús hafa þann tilgang að þjóna sem flestum, byggingar eins og skólar, spítalar, íþróttahús og sundlaugar.
Ég er stolt af því að Hafnfirðingar lögðu í að byggja Ásvallarlaug sem opnaði síðastliðið haust með 50 metra innisundlaug, auk 16,7 metra volgri grunnri laug, 10 metra heitri vaðlaug með leiktækjum, 3 heitum pottum, eimbaði og rennibraut.
Þó svona stutt sé síðan laugin opnaði blómstrar með þessari laug ný sundlaugamenning. Veðrið setur ekki strik í reikninginn því allt er innandyra. Fyrsta flokks æfingaaðstaða fyrir sundfélagið, í laugina mæta heilu fjölskyldurnar saman því þar er eitthvað í boði fyrir alla. Stundum er net strengt yfir grunnu laugina og öll fjölskyldan getur tekið þátt í blaki og á kvöldin má sjá hóp af krökkum á framhaldsskólaaldri sem koma til að sýna sig og sjá aðra. Hreyfing og samvera í boði bæjarins, næstum frítt.
Laugin kostar 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 00:10
Heitur pottur með músík og snjóbolta
Ég fór í sundlaugina mína, Suðurbæjarlaug um kl. 6 í dag eftir vinnu. Jólastemningin í algleymi, grenitré skreytt með jólaljósum og jólasnjó við bakkann. Byrjaði á heita pottinum og þar var stemning. Um laugarsvæðið barst Grýlutónlist: Ég reyni að fríka út en ég meika það ekki því hann er svo meiriháttar . Kíkti inn í innilaugarsvæðið og þar voru kertaljós og Margrét Guðrúnardóttir lék fyrir sundgesti á skemmtara og söng, opið út svo allir gátu notið. Ekki er hægt að dvelja langdvölum í heitum potti svo ég tók sundið aðra hvora ferð með eyrun uppúr til að njóta tónlistarinnar. Fjör færðist í leikinn: Give me one reson to stay here... sundlaugaverðirnir tóku sporið í dyrunum og fólkið í heita pottinum stóð og klappaði. Einum gesti var orðið heitt í hamsi og hann dreif sig upp á bakkann, hnoðaði snjóbolta og kastaði til félaga síns í pottinum og hnoðaði sér einn góðann sjálfur. Gott ráð að gæða sér á snjó í heitum potti, það segir sig sjálft. Ég varð að prufa þetta líka og fékk að taka mynd. Skemmtilegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 18:58
The group picture
There was fog, rain and strong wind on Hellisheiði and my windshield wipers hardly managed to do their job. When I reached Hveragerði I was relieved. Now I was almost there. Still, I managed to get lost. Drove past the sign to my destination and in to a golf course somewhat flooded and from there to a gravel road with deep puddles and in the end, a sign: This road is now closed. Well lucky me.
I turned back and found the Frost og funa guesthouse. The others had already arrived. I said: shall we go swimming? Yes, soon, they said. So I changed and went into the swimming pool. It rained and the wind blew but the pool was very very warm, at least 40+ °C I think. Two guests got into the pool with me, foreigners. They loved the heat in this weather but I was rather busy trying to find out the mechanism to regulate the heat. The mechanism turned out to be very simple. A water hose fastened to a hot water tap.
I later found out that the whole building is built on a geyser (yes the sauna is in the cellar) so the house is heated from a private hot water source from underneath. After my swim I went to the hot pot right by the river, Varmá. The wind howled and the rain came down but not as forcefully as before. The hot pot was somewhat cooler than the swimming pool, thank god. It was dusk and the lights started to draw lines in the fog. I really enjoyed sitting in the hot pot staring into the murky green river that roared beside me. As I sat there, gazing upstream, some animals came down the hill on the other side and headed for a bridge close by, what was this? Cows and a dog. The dog headed the cows off and barked as they wanted to cross the bridge. In the end the cows crossed by wading the river, it went up to their belly. Moo and woof and rain and river roar muffed by the fog and wind. And I, in the hot water pot. Lovely. Later, the others joined me.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 20:30
Almenningssund
Bíddu smá það er alveg að losna. Sko, væna mín, þú verður að muna númerið þitt. Og þú kemur STRAX uppúr þegar þitt númer er kallað. Grunna laugin var full af krökkum. Allir hoppuðu og skvettu. Færri í djúpu, en maður vill helst ekki synda þangað. Ég heyrði af stelpu sem missti eitthvað og kafaði eftir því en hún synti svo nálægt stjörnunni að hún sogaðist niður í botn og var næstum druknuð. Nú kemur sundlaugarkonan alveg æf. Strákar, já þið þarna, kíkið á númerin ykkar það er búið að kalla ykkur upp. Oft! Af stað, uppúr núna. Ykkar tími löngu búinn. Skammirnar að láta reka sig uppúr. Þeim virðist finnast það gaman.
Okkur finnst eins og að við eigum langa sundlaugamenningu en þó sagnir séu af heitum laugum frá elstu tíð er það allt annað en að almenningur hafi haft kost á því að æfa sund eða haft aðgang að heitu vatni til makindabaða. Sú saga nær yfir u.þ.b. 70 ár. Ofangreind minning er 40 ára.
Á síðu Sundfélags Hafnarfjarðar, sh.is, er grein um sund og sundkennslu eftir Högna Sigurðsson, sem birt var í Skólapiltinum- innanskólablaði Flensborgarskóla, árið 1894. Í þeirri grein er margt fróðlegt, m.a.: Það er sagt að fyrir rúmum 70 árum hafi ekki verið fleiri en svo sem 6 menn á öllu landinu, sem voru sjálfbjarga ef þeir lentu í polli, sem þeir náðu ekki niðrí. Og í Sögu FH í 75 ár eftir Björn Pétursson, bls. 2, er vitnað í skólaskýrslu fyrir veturinn 1894-5 þar sem kemur fram að kennd hafi verið m.a.: Glímur og sund á þurru. Sundlaug var byggð í Hafnarfirði 1943 sem útisundlaug með upphituðum sjó.
Hafnfirðingar eru í maí 2007, 24.231. Þeir fóru 373.780 sinnum í sund í sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar á árinu 2006, skólasund og ferðir sundfélaga meðtalin. Miðað við það þá er merkilega lítið af dægurefni um sundstaði, sundferðir, aðstöðu, gufur, sundföt ofl. Allir eiga sína laug, sínar venjur í gufu og potta. Mér þykir mjög fróðlegt að heyra hvernig aðrir vilja hafa það í sundlaugarferðum sínum. Hvað syndir meðalmaðurinn í sundferðinni? Hversu lengi í potti og gufu? Er allt gott sem hefur verið gert? Má gagnrýna? Er hægt að bera almenningssundmenningu okkar í dag saman við aðrar þjóðir a.m.k. aðrar Evrópuþjóðir? Hvaða hlutfall er á syndu fólki á Íslandi m.v. Evrópu?
Er sundlaugarferð til heilsueflingar, þrifa, samveru, slökunar, skemmtunar eða allt í senn?
Sundlaugarnar okkar hafa hver sinn karakter eftir því hvenær og hvernig þær eru byggðar, eftir staðsetningu og eftir stjórnendum. Sumt er e.t.v. einstakt eins og að í sundlauginni á Hvammstanga er stemning í frítt jólasund á aðfangadag og öllum boðið konfekt. Í Sundhöll Hafnarfjarðar eru fullorðinstímar milli kl. 19 og 20 á þriðjudögum og fimmtudögum og kvennatímar á sömu dögum milli kl. 20 og 21. Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði hefur innilaugina heitari en venja er fyrir litlu börnin á laugardögum og sunnudögum, svo eitthvað sé nefnt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)